Mælingar
Greenfit er heilsumiðað fyrirtæki og stefna okkar er að stuðla að bættu heilbrigði, vellíðan og árangri viðskiptavina okkar í gegnum fræðslu, ráðgjöf og lífsstílsmiðaða nálgun. Við greinum ekki né meðhöndlum sjúkdóma en hjálpum fólki að forðast langvinna sjúkdóma í gegnum lífsstílsmiðaða nálgun.
Blóðmæling
Blóð hefur að geyma mikilvægar og margvíslegar upplýsingar um heilsu okkar. Greenfit býður fyrirtækjum blóðmælingar og fræðslu fyrir starfsmenn. Við teljum mikilvægt að láta ekki duga að mæla heldur kenna fólki að lesa í sínar eigin lykiltölur og læra leiðir til úrbóta þegar tölurnar eru ekki eins og best verður á kosið. Blóðmæling er framkvæmd á rannsóknarstofum Sameindar eða í fyrirtækjum.
Efnaskipti
Greenfit býður fyrirtækjum efnaskiptamælingar hvort sem er í húsakynnum Greenfit eða á staðnum hjá fyrirtækjum ásamt heilsuhvetjandi fyrirlestri um mikilvægi efnaskipta fyrir heilsu. Hver er orkuþörf þín og hvernig er efnaskiptahraðinn í samanburði við jafnaldra af sama kyni? Hvað hefur áhrif á grunnefnaskiptahraða? Hvernig getum við bætt heilsu með bættum efnaskiptum?
Álagspróf
Hér metum við getu ýmissa líffærakerfa til að vinna undir álagi, leitum að takmarkandi þáttum og stillum af æfingaálag til að hámarka árangur ásamt hvetjandi fyrirlestri um mikilvægi hreyfingar fyrir heilsu og vellíðan. Hvernig náum við hámarksárangri með minna álagi og meiri vellíðan.