Styrktarþjálfun

Verð: 26.900 kr./mán

Viltu bæta styrk, úthald, jafnvægi og liðleika allt í senn?

Greenfit styrktarþjálfun er áhrifarík og skemmtileg þjálfun sem byggir á jafnvægi milli styrks og liðleika. Unnið er að miklu leyti með eigin líkamsþyngd við þessar æfingar.


Elín Jónsdóttir, þjálfari hefur umsjón með styrktarþjálfun Greenfit. 

Hún hefur þjálfað og kennt bæði einka- og hóptíma í um áratug við góðan orðstír og elskar að aðstoða fólk við að ná markmiðum sínum í átt að bættri heilsu.


Skráning​​

Styrktarþjálfun byrjar 27.ágúst í nýrri aðstöðu Greenfit að Dalvegi 16b.

Tímar: 

þriðju- og fimmtudaga kl.9:00 - 10.00 - konur

þriðju- og fimmtudaga kl.12:00 - 12:45 


Fjölbreytt þjálfun þar sem áhersla er lögð  á aukinn alhliða styrk, jafnvægi og liðleika. Æfingarnar taka mið af þörfum hópsins hverju sinni þar sem hver og ein/n vinnur eftir eigin getu í góðum og styrkjandi félagsskap. Á námskeiðinu fá þátttakendur að kynnast  þeirri vellíðan sem fylgir því að hreyfa sig og styrkja á bæði markvissan og skynsamlegan hátt.


Þessir tímar henta öllum, byrjendum jafnt sem lengra komnum því hver og einn vinnur á eigin getustigi.