Greenfit Clean

Verð: 6.900 kr
 3 vikur 


Næsti hópur byrjar 7.ágúst 


Hvað er Greenfit Clean?

  • Hreinn matur og rétt bætiefni
  • Endurstilling á magaflóru
  • Eflir ónæmiskerfið
  • Uppskriftir og innkaupalisti
  • Fræðsla, aðhald og hvatning


​​Skráning í Greenfit Clean

Er Greenfit Clean fyrir þig?

Viltu léttast?

Sofa betur?

Fá meiri orku?

Frísklegra útlit?

Greenfit Clean Facebook hópur

Lokaður Greenfit Clean Facebook hópur þar sem er gott aðhald, hvatning og fróðleikur. Þar færðu uppskriftir, innkaupalista, fræðslu og samtal þar sem þú getur spurt um það sem þig þyrstir að vita.


Greenfit Clean er 3 vikna hreinsun þar sem við blöndum saman því besta frá frábærum læknum eins og Alejandro Junger og Asheem Malhotra.


Junger er læknir sem hefur sjálfur nýtt sér jóga, hugleiðslu og hreinsanir til að vinna á sínum eigin heilsuvandamálum. Junger telur meltingarveginn vera jarðveginn okkar og ef við hreinsum til í honum og sáum góðum fræjum þá verða plönturnar sem vaxa (VIÐ!) fallegar og sterkar. Malhotra er hjartalæknir, rannsakandi og rithöfundur. Hann sendi nýverið frá sér bókina “The 21-Day Immunity Plan” þar sem hann telur að sterkasta vörn okkar gegn Covid 19 og öðrum veirum sé matur og lífsstíll sem byggir upp sterkt ónæmiskerfi og heilbrigð efnaskipti.


Greenfit Clean er ekki megrun heldur lífstíll og leið til betri heilsu.


Með því að borða hreint mataræði erum við að endustilla meltingarflóruna, fjölga góðu bakteríunum og vonandi fækka þessum vondu sem öskra á sykur. Við tvinnum saman mataræði og bætiefni til að ná sem bestum árangri á 3 vikum. Þetta er svolítið eins og að gera góða hausthreingerningu og svo skiptir auðvitað máli hvað við gerum í framhaldi af þessu, hvernig við ætlum að viðhalda árangrinum. Grunnhugsunin er sú að við borðum grænmeti, kjöt og fisk ásamt því að taka inn góð bætiefni. Í þessari hreinsun sleppum við allri sætu, kornvörum, kúamjólkurvörum og koffín.