Mælingar í fyrirtækjum
Við bjóðum upp á heilsumælingar og hvetjandi framsetningu niðurstaða í tæknilausn Greenfit. Við skoðum þá áhrifavalda heilsunnar sem við höfum sjálf hvað mest áhrif á með lífsstílstengdum þáttum.
Blóðmæling og blóðþrýstingur
Fastandi blóðsykur, langtímasykur, kólesteról, HDL kólesteról, LDL kólesteról og þríglýseríð. Niðurstöður er settar fram á litrænan og hvetjandi hátt í umferðaljósastíl eftir því hvort gildin eru ákjósanleg eða þarfnast skoðunar.
Líkamssamsetning
Vöðvamassi, fituhlutfall, iðrafita og heildareinkunn. Niðurstöðurnar eru settar fram á hvetjandi og myndrænan máta með samanburði við jafnaldra einstaklinga.
Heilsulæsi
Námskeið í heilsulæsi valdeflir fólk til aðgerða og forvarna
Taktu heilsuna í eigin hendur og bættu lífsgæðin með aukinni vitneskju og innsýn í áhrif lífsstílstengdra ákvarðana á heilbrigði og orku. Er heilsan þín að miklu leyti samlegðaráhrif þeirra hversdagslegu ákvarðana sem þú tekur á hverjum degi?
Fyrirlestrar
Hver er galdurinn á bak við góðan svefn? Hvað þarftu að gera í dag til að verða stálsleginn sjötugur? ...heilbrigður 100 ára? Hvað stýrir árangri í æfingum? Er neföndun betri en öndun um munn? Hvernig þjálfa ég upp fitubruna?