Fyrirtækja-þjónusta

  • Fyrirtækjaþjónusta

Er heilbrigt starfsfólk besta fjárfesting

hvers fyrirtækis?

Greenfit sérhæfir sig í hvetjandi og heilsueflandi starfsemi. Við bjóðum fyrirtækjum þjónustu á sviði heilsueflingar starfsmanna og byggjum á mælingum, fræðslu og hvatningu. Hægt er að bóka mælingar sér eða þá taka sambland af þeirri þjónustu sem við veitum, t.d. mælingar og fyrirlestra. Með blöndu af fyrirlestrum, fróðleiksmolum og léttum áskorunum hvetjum við starfsfólkið til að efla heilsu sína og orku í heilsuáskorun sem stendur yfir í 4 vikur.

Við kennum fólki að læra að þekkja sínar lykiltölur þegar kemur að heilsu og ræðum leiðir til að hafa áhrif á heilbrigði, vellíðan og lífsgæði.  

Heilsa er ekki bara heppni!


Mælingar í fyrirtækjum

Við bjóðum upp á heilsumælingar og hvetjandi framsetningu niðurstaða í tæknilausn Greenfit. Við skoðum þá áhrifavalda heilsunnar sem við höfum sjálf hvað mest áhrif á með lífsstílstengdum þáttum.

Blóðmæling og blóðþrýstingur

Fastandi blóðsykur, langtímasykur, kólesteról, HDL kólesteról, LDL kólesteról og þríglýseríð.  Niðurstöður er settar fram á litrænan og hvetjandi hátt í umferðaljósastíl eftir því hvort gildin eru ákjósanleg eða þarfnast skoðunar. 

Líkamssamsetning 

Vöðvamassi, fituhlutfall, iðrafita og heildareinkunn. Niðurstöðurnar eru settar fram á hvetjandi og myndrænan máta með samanburði við jafnaldra einstaklinga.

Hvetjandi framsetning niðurstaða í tæknilausn Greenfit.



Mín heilsa

Heilsulæsi

Námskeið í heilsulæsi valdeflir fólk til aðgerða og forvarna

Taktu heilsuna í eigin hendur og bættu lífsgæðin með aukinni vitneskju og innsýn í áhrif lífsstílstengdra ákvarðana á heilbrigði og orku. Er heilsan þín að miklu leyti samlegðaráhrif þeirra hversdagslegu ákvarðana sem þú tekur á hverjum degi?

Fyrirlestrar

Hver er galdurinn á bak við góðan svefn? Hvað þarftu að gera í dag til að verða stálsleginn sjötugur? ...heilbrigður 100 ára?  Hvað stýrir árangri í æfingum? Er neföndun betri en öndun um munn? Hvernig þjálfa ég upp fitubruna?  

Pantaðu fyrirlestur og fáðu svör við þessum og fleiri áhugaverðum spurningum

​Næring

Persónulegt mataræði. Hvaða leið hentar hverjum? Heilbrigð leið til þyngdarstjórnunar Blóðsykur, hormón og samspil.


Bóka fyrirlestur

Sendu fyrirspurn og við svörum um hæl!

Bóka

Markmið

​Hvernig nærðu bestum árangri fyrir sem minnst erfiði? Hvaða markmið eru þess virði að vinna að? Hver er þinn Everest?

Svefn

Er svefn besta árangursaukandi lyfið? Hvað þýðir það að sofa í 90 mín lotum? Leiðir að bættum svefni og betri lífsgæðum

Langlífi

​Hvaða 10 atriði hafa mestforspárgildi fyrir heilbrigði oglanglífi? Hverju þarftu helst að huga að ídag til að geta ennþá skokkað upp stigana á efri árum?

​Hreyfing

​Árangur er engin tilviljun. Þarftu að hlaupa hægar til að hlaupa hraðar? Þjálfaðu á réttu álagi, forðastu meiðsli og náðu besta árangri lífs þíns.