Greenfit

Algengar spurningar

Í hverju felst starfsemi Greenfit?

Þjónusta Greenfit miðar öll að því yfirlýsta markmiði okkar að efla heilsu og fjölga heilbrigðum æviárum. Við notum mælingar til að kortleggja heilsu og hjálpa viðskiptavinum okkar að finna tækifæri til bætinga og betri lífsgæða.

Við bjóðum einnig upp á ýmsar leiðir til að styðja við heilbrigðan lífsstíl.

Af hverju ákváðuð þið að bjóða þessa þjónustu?

Við trúum því að allir eigi rétt á að fá eins miklar upplýsingar um eigin heilsu og hægt er. Aukið heilsulæsi og meðvitund um eigið heilbrigði mun að okkar mati skila sér í betri almennri lýðheilsu og meiri lífsgæðum meðal almennings. Eins hefur það ekki farið framhjá okkur frekar en öðrum að álag á hefðbundna heilbrigðiskerfið er mikið og fer vaxandi.

Við vitum einnig að með því að grípa fyrr inn í og stuðla að heilbrigðara líferni er hægt að létta á með heilbrigðiskerfinu.

Get ég leitað til Greenfit ef ég hef einkenni sem benda til sjúkdóms?

Greenfit veitir ekki heilbrigðisþjónustu. Við tökum á móti heilbrigðu fólki sem langar til að fjölga heilbrigðum æviárum, stunda forvarnir og auka heilsulæsi sitt.

Ef eitthvað kemur óvænt í ljós í heilsumælingum sem bendir til ástands sem betur ætti heima í heilbrigðiskerfinu þá bendum við fólki á að leita til annarra en Greenfit. Starfsfólk Greenfit greinir ekki sjúkdóma né ávísar lyfjum. Greenfit er í samstarfi við eHealth sem er ábyrgðaraðili heilbrigðisþjónustu undir gæðaeftirliti embættis landlæknis. eHealth sér um blóðmælingar Greenfit í samvinnu við viðurkennda blóðrannsóknarstof  

Hver les úr niðurstöðum mælinganna?

Hjá Greenfit starfar hópur af fólki með margvíslega menntun, bakgrunn og reynslu. Sumir hafa menntun á sviði heilbrigðisvísinda (læknisfræði, hjúkrunarfræði, sjúkraþjálfun, næringarfræði). Aðrir hafa bakgrunn úr keppnisíþróttum, hreyfingu og þjálfun. Allt er þetta gott í bland.

Enginn einn veit allt um heilsu og allir hafa eitthvað til málanna að leggja. Þess vegna leggjum við á það ríka áherslu að vinna sem teymi og leitum ráða hjá hvert öðru og setjum alltaf þarfir og óskir viðskiptavinarins í forgrunn. Sumir vilja ráðleggingar um æfingaálag í aðdraganda keppni á meðan aðrir eru að leita eftir ráðum við að komast af stað úr sófanum. Starfsfólk Greenfit er til staðar fyrir þig og veitir þér upplýsingar og ráð í takt við þínar óskir. Læknir fer yfir niðurstöður blóðmælinga. 

Við leggjum einnig mikla áherslu á að kenna þér að skilja þínar lykiltölur. Þannig er hlutverk okkar að hjálpa þér að skoða og skilja mælingar sem efla þig og hvetja til hollra lífshátta.

Má hver sem er panta mælingu á blóðgildum sínum?

Með aukinni tækni getur hver sem er nú til dags keypt sér ýmsar heilsumælingar án aðkomu fagfólks. Margir eru með úr sem mæla hreyfingu, svefn, tíðni öndunar, súrefnismettun og margt fleira. Blóðþrýsting geta allir mælt heima hjá sér með þar til gerðum mæli og síriti sem mælir blóðsykur allan sólarhringinn (í millifrumuvökva) fæst í næsta apóteki og heilsuræktarstöð. Einnig eru blóðmælingar öllum aðgengilegar í formi heimaprófa sem mæla allt frá járni og D vítamíni yfir í blóðsykur, blóðfitur, glútenóþol, ketóna og hormón.

Starfsfólkið okkar

Lukka Pálsdóttir

Trufltæknileiðtogi* Greenfit.

Undir hennar svið falla fyrirtækjaþjónusta, markaðsmál, ritstjórn, vöru- og þjónustuþróun. Lukka sinnir einnig lífsstílstengrdri ráðgjöf. 

Nám: BSc. í sjúkraþjálfun, MBA

​Lukka hefur áratuga reynslu af að hjálpa fólki að bæta heilsu með mataræði og hreyfingu. Hún hefur starfað í 30 ár við þjálfun og ráðgjöf og hefur skrifað 3 bækur um tengsl næringar og heilbrigðis. Auk tveggja háskólagráða hefur hún svalað sífelldum þekkingarþorsta á hinum ýmsu námskeiðum og ráðstefnum og hefur diplómanám að baki í Functional Blood Chemistry Analysis hjá Optimal Dx auk ýmissa þjálfararéttinda og jógakennaranáms. 

Lukka elskar hreyfingu af öllu tagi, helst úti í náttúrunni með góðu fólki. Hún er bæði hrifnæm og hvatvís og stundum þarf að stoppa hana af þegar hana langar að taka viðskiptavini með sér heim til að elda hollan mat handa þeim og tryggja góðan árangur. 

* Trufltækni býr til nýjan markað og verðmæti, með þeim afleiðingum að tiltekin nýjung truflar ríkjandi markaði og markaðsgildi vegna þess að hún er líkleg til að ryðja í burtu eldri venjum á nokkrum árum eða áratugum. Hugtakið trufltækni er notað til að lýsa nýjungum sem bæta vöru eða þjónustu á hátt sem markaðurinn hefur ekki búist við. 

Senda skilaboð

Már Þórarinsson

Framkvæmdastjóri Greenfit 

Már sér um daglegan rekstur og stýrir þar að auki tækniþróunardeild Greenfit.

Nám: B.s. flugvirkjun, MBA

Már hefur stundað íþróttir alla ævi og er handbolta- og fótboltakappi í grunninn en nú eiga GMB þjálfun og þríþraut hug hans ásamt ýmsu vetrarsporti. Hann stundar svigskíði, gönguskíði og fjallaskíði og er stöðugt að bæta árangur sinn í þríþraut. Hann er með réttindi sem GMB hreyfiflæði þjálfari og hefur sem slíkur getið sér gott orð og hjálpað fjölda af fólki að bæta líkamsbeitingu, draga úr meiðslahættu og bæta bakheilsu.

Már er hugmyndasmiður og húmoristi sem kemur fleiru í verk en flestir. Hann rekur lítinn sætan afaleikskóla meðfram störfum hjá Greenfit.

Senda skilaboð

Sigurður Örn Ragnarsson

Yfirþjálfari Greenfit 

Siggi hefur yfirumsjón með efnaskipta- og álagsmælingum Greenfit. Hann sér einnig um úthaldsþjálfun og ráðgjöf ásamt því að semja fræðsluefni og halda fyrirlestra. Siggi er landsliðsþjálfari í þríþraut og sigurvegari í Ironman Barcelona 2022.

Nám: MSc. vélaverkfræði

Siggi er verkfræðingur í grunninn og sýnir það í verki að hann kann að hámarka árangur í hverju sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann lítur á líkamann sem kerfi sem er hægt að hámarka og nýtir sér þekkingu sína og mælingar Greenfit til að stinga alla aðra af í sundi, hjólreiðum og hlaupum. Hann tók gull í Ironman á Spáni 2022 og er fyrsti Íslendingur til að ná þeim árangri. Siggi sefur í 90 mínútna lotum, æfir samkvæmt plani og uppsker samkvæmt því. 

Við vitum hvenær Siggi er mættur í vinnuna þegar við sjáum pistasíuhnetur á skrifstofunni. 

Senda skilaboð

Ásdís Ragna Einarsdóttir

Ráðgjafi í lífsstíls-, næringar- og bætiefnaráðgjöf. 

Nám: Bsc. í grasalækningum, Lýðheilsufræðingur MPH. ​

Ásdís útskrifaðist með BSc í grasalækningum frá University of East London árið 2005 og hefur einnig lokið meistaranámi í lýðheilsuvísindum MPH við Háskóla Íslands. Hún er meðlimur í fagfélagi grasalækna, National Institute of Medical Herbalists, Institute of Functional Medicine og Félagi lýðheilsufræðinga. 

Ásdís hefur mikla ástríðu fyrir því að miðla heilsuboðskapnum til sem flestra og hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeið um land allt bæði fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki. Áhugamál hennar eru hvers kyns útivera og hreyfing s.s. útihlaup, fjallgöngur, gönguskíði, golf og veiði.

Senda skilaboð

Davíð Fannar Ragnarsson


Senda skilaboð

Margrét Hlín

Móttaka og mælingar.

Margrét tekur á móti viðskiptavinum Greenfit með bros á vör og leiðir þá í gegnum mælingar og meðferðir. 

Nám: B.Sc. Næringarfræði

Margrét lærði næringarfræði og stefnir á frekara nám í Kaupmannahöfn í Biomedical Sciences. 

Margrét er ein af þeim sem birtir upp vinnustaðinn. Hún minnir okkur hin á að klæða okkur upp á föstudögum, bera viðrðingu fyrir matnum sem við setjum inn fyrir okkar varir og taka alltaf á móti öllum með vingjarnlegi hlýju og bros á vör. Hún er nýjasti og yngsti meðlimur Greenfit teymisins en hefur strax kennt okkur hinum ýmislegt. 


Senda skilaboð

Jens K Guðmundsson

Ráðgjöf, fyrirlestrar og greinaskrif. 

Menntun: Jens er háls-, nef og eyrnalæknir með 20 ára víðtæka reynslu í læknisfræði. 

Bakgrunnur hans í læknisfræði telur meðal annars til skurðlækninga og slysa- og bráðalækninga en þekkingarþorsti hans og einlægur áhugi á heilbrigði hefur leitt hann yfir í heildrænar lífsstílslækningar.

Vinna Jens á norðurlöndum leiddi honum fyrir sjónir hversu mikil áhrif lífsstílstengdir þættir hafa á heilsu og lífsgæði hvers og eins og hve mikilvægt það er að vinna í rótum vandans þegar kemur að langvinnum sjúkdómum.  

Jens leggur áherslu á að valdefla einstaklinginn og vinna með hverjum og einum að bestu mögulegu útkomu til langs tíma. Hann hefur reynt það á eigin skinni eftir krefjandi ár í erfiðu starfi hve mikilvægt er að ná jafnvægi milli álags og hvíldar og vinna stöðugt að því að efla heilbrigði í daglegu lífi. 

Senda skilaboð