Ástandsskoðun
Fáðu mat á heilsunni, settu þér markmið og við fylgjum þér alla leið!
Við bjóðum upp á tvær gerðir af ástandsskoðun, allsherjar ástandsskoðun og svo minni útfærslu sem inniheldur allar mælingar fyrir utan álagsmælingu.
Ástandsskoðun
Verð: 69.900 kr
60 mínútur
Ástandsskoðunin hjá Greenfit er allsherjar skoðun á þér og þinni heilsu og er samsett úr ýmsum mælingum. Ástandsskoðunin gefur þér góðan grunn til að átta þig á stöðunni í dag og setja þér raunhæf markmið - og ná þeim!
Mælingar sem gerðar eru í ástandsskoðun:
- Blóðmæling
- Efnaskiptamæling
- Blóðþrýstingur
- Álagsmæling
- Öndunarmæling
- Líkamssamsetning
- Gripstyrkur
Bóka ástandsskoðun fyrir 2 (10% afsláttur)
Efnaskiptaheilsa
Verð: 29.900 kr
30 mínútur
Efnaskiptamælin hjá Greenfit er skoðun á þér og þinni heilsu og er samsett úr ýmsum prófum og mælingum. Mælingin gefur þér góðan grunn til að átta þig á stöðunni í dag og setja þér raunhæf markmið - og ná þeim!
Mælingar sem gerðar eru í Efnaskiptaheilsu:
- Blóðmæling
- Efnaskiptamæling
- Blóðþrýstingur
- Líkamssamsetning
- Gripstyrkur
Blóðmælingar
Við skoðum þá áhrifavalda heilsunnar sem við höfum sjálf hvað mest áhrif á með lífsstílstengdum þáttum, blóðsykur og blóðfitur. Við metum með þér stöðuna og hjálpum þér að læra á þín eigin gildi, setja markmið og ná árangri.
Grunnefnaskiptamæling
Grunnefnaskiptamæling (RMR) segir þér hver grunnbrennslan er á sólarhring og hvernig hlutföll kolvetna- og fitu skiptast. Viltu vita hve mörgum hitaeiningum þú brennir á dag? Þá er grunnefnaskiptapróf fyrir þig.
Álagsmæling
Finndu út á hvaða álagi þú átt að æfa til að ná hámarksárangri. Við mælum hámarks súrefnisupptöku, þröskulda, fitubrennslu á púls og finnum út hvaða álag á æfingum færir þig hraðast nær þínu markmiði. Þekktu þín gildi og náðu betri árangri í æfingum.
Öndunarmæling
Við metum öndunargetu sem notast sem grundvöllur fyrir álagsmælingu.
Líkamssamsetning
SECA 555 er nákvæmt mælitæki á líkamssamsetningu. Í þessari mælingu færðu upplýsingar um vöðvamassa, fituhlutfall, kviðfitu og fleiri þætti. Þú færð þínar eigin tölur og samanburð við jafnaldra af sama kyni og getur lært að meta í hvaða átt heilsa þín er að þróast.
Gripstyrkur
Það er áhugavert hve mikið forspárgildi gripstyrkur hefur um heilbrigði og langlífi. Við mælum gripstyrk beggja handa og berum saman við jafnaldra af sama kyni og líkur á langri heilbrigðri ævi.