Ástandsskoðun

Stóri pakkinn!

59.900 kr.


Efnaskiptamæling + álagspróf + lungnarýmd + blóðmæling

Fáðu alsherjar mat á heilsunni og settu þér markmið um bestu heilsu og árangur. 

Grunnefnaskiptamæling

Grunnefnaskiptamæling (RMR) segir þér hver grunnbrennslan er á sólarhring, hversu heilbrigð efnaskiptin eru og hvernig hlutföll kolvetna- og fitu skiptast grunnbrennslu. Viltu vita hve mörgum hitaeiningum þú brennir á dag? Þá er grunnefnaskiptapróf fyrir þig.

Álagspróf

Finndu út á hvaða álagi þú átt að æfa til að ná hámarksárangri. Við mælum VO2max, mjólkursýruþröskulda, hámarks fitubruna og finnum út hvaða líffræðilega kerfi er takmarkandi þáttur í þinni þjálfun. Þekktu þín gildi og náðu betri árangri í æfingum.

Lungnarýmd

Við mælum heildarrúmmál lungna, kraft í fráöndun og metum getum lungnanna undir álagi.

Blóðmæling

Við skoðum helstu áhrifavalda á heilsuna svo sem blóðsykur, blóðfitu og bólgur. Einnig er hægt að mæla vítamín, steinefni, hormón, lifrargildi, nýrnagildi ofl.  Við metum með þér stöðuna og hjálpum þér að setja markmið og ná árangri.

To play, press and hold the enter key. To stop, release the enter key.