top of page

Ástandsskoðun

69.900 kr.

45 mín

Fáðu allsherjar mat á heilsunni og settu þér markmið um bestu heilsu og árangur

  • Blóðmæling

  • Efnaskiptamæling

  • Blóðþrýstingur

  • Álagspróf

  • Öndunarmæling

  • Líkamssamsetning

  • Gripstyrkur

Online Workout_edited.jpg

Blóðmæling

Við skoðum þá áhrifavalda heilsunnar sem við höfum sjálf hvað mest áhrif á með lífsstílstengdum þáttum. Blóðsykur og blóðfitur. Við metum með þér stöðuna og hjálpum þér að læra á þín eigin gildi, setja markmið og ná árangri. 

 

Grunnefnaskiptamæling

Grunnefnaskiptamæling (RMR) segir þér hver grunnbrennslan er á sólarhring og hvernig hlutföll kolvetna- og fitu skiptast. Viltu vita hve mörgum hitaeiningum þú brennir á dag? Þá er grunnefnaskiptapróf fyrir þig.

Álagspróf

Finndu út á hvaða álagi þú átt að æfa til að ná hámarksárangri. Við mælum hámarks súrefnisupptöku (VO2max), mjólkursýruþröskulda, hámarks fitubruna ofl og finnum út hvaða álag á æfingum færir þig hraðast nær þínu markmiði. Þekktu þín gildi og náðu betri árangri í æfingum. 

Öndunarpróf

Við metum öndunargetu sem notast sem grundvöllur fyrir álagspróf.

​​

Líkamssamsetning

SECA 155 er nákvæmt mælitæki á líkamssamsetningu. Í þessari mælingu færðu upplýsingar um vöðvamassa, fituhlutfall, vökvahlutfall og almennt heilbrigði fruma (phase angle). Þú færð þínar eigin tölur og samanburð við jafnaldra af sama kyni og getur lært að meta í hvaða átt heilsa þín er að þróast.

Gripstyrkur

Það er áhugavert hve mikið forspárgildi gripstyrkur hefur um heilbrigði og langlífi. Við mælum gripstyrk beggja handa og berum saman við jafnaldra af sama kyni og líkur á langri heilbrigðri ævi. 

bottom of page