Grunnheilsa

49.900 kr.


Efnaskiptamæling, blóðþrýstingur og blóðmæling

Fáðu allsherjar mat á heilsunni og settu þér markmið um bestu heilsu og árangur. 

Grunnefnaskiptamæling

Grunnefnaskiptamæling (RMR) segir þér hver grunnbrennslan er á sólarhring, hversu heilbrigð efnaskiptin eru og hvernig hlutföll kolvetna- og fitu skiptast grunnbrennslu. Viltu vita hve mörgum hitaeiningum þú brennir á dag? Þá er grunnefnaskiptapróf fyrir þig.

Blóðþrýstingur

Blóðþrýstingur er mældur í hvíld í lok efnaskiptaprófsins. Þar fáum við tvær tölur, efri og neðri mörk blóðþrýstings og metum þannig þrýsting í slagæðum líkamans þegar hjartað er að slá og þegar hjartað er í hvíld. 

Blóðmæling

Við skoðum helstu áhrifavalda á heilsuna og einblínum hér á þá mælanlegu þætti sem gefa upplýsingar um heilbrigð efnaskipti svo sem blóðsykur, blóðfitur og bólgur. Hægt er að hafa mikil áhrif á þessa þætti með lífsstíl.  Við metum með þér stöðuna og hjálpum þér að setja markmið og ná árangri.

To play, press and hold the enter key. To stop, release the enter key.