
Fáðu allsherjar mat á heilsunni og settu þér markmið um bestu heilsu og árangur
-
Blóðmæling
-
Efnaskiptamæling
-
Blóðþrýstingur

Blóðmæling
Við skoðum þá áhrifavalda heilsunnar sem við höfum sjálf hvað mest áhrif á með lífsstílstengdum þáttum, blóðsykur og blóðfitur. Við metum með þér stöðuna og hjálpum þér að læra á þín eigin gildi, setja markmið og ná árangri.
Grunnefnaskiptamæling
Grunnefnaskiptamæling (RMR) segir þér hver grunnbrennslan er á sólarhring, hversu heilbrigð efnaskiptin eru og hvernig hlutföll kolvetna- og fitu skiptast grunnbrennslu. Viltu vita hve mörgum hitaeiningum þú brennir á dag? Þá er grunnefnaskiptapróf fyrir þig.
Blóðþrýstingur
Blóðþrýstingur er mældur í hvíld í lok efnaskiptaprófsins. Þar fáum við tvær tölur, efri og neðri mörk blóðþrýstings. Þessi mæling gefur þér upplýsingar um þrýsting í slagæðum líkamans þegar hjartað er að slá og þegar hjartað er í hvíld.





