Upplýsingar fyrir tímann

Upplýsingar fyrir tímann

Takk fyrir að panta tíma hjá Greenfit

Við erum til húsa á Dalvegi 16b í Kópavogi - rauðu múrsteinahúsin á Dalveginum.

An address must be specified for a map to be embedded

Eftirfarandi upplýsingar eiga við um mælingar Greenfit. Þú lest þann kafla sem á við um þína mælingu.


Grunnefnaskiptamæling

Mælingin fer fram í hvíld. Þú liggur á bekk í 10 mínútur með öndunarmaska sem mælir grunnbrennslu þína og hlutföll orkuefna í efnaskiptum frumanna.  

Til að fá sem marktækasta niðurstöðu mælum við með því að mæta á fastandi maga í mælinguna eða hafa ekki borðað í 3-4 klst.

Álagspróf

 Álagsprófið tekur um það bil 15 mínútur. Það byrjar á rólegri 3 mínútna upphitun og er svo með stigvaxandi álagi á mínútu fresti. Best er að taka prófið ekki á fullan maga, þ.e.a.s. ekki borða um það bil 2 tímum fyrir prófið. Það er í góðu lagi að drekka vatn fyrir prófið en best að sleppa koffíndrykkjum og öðrum orkudrykkjum síðustu 2 tímana fyrir prófið.

Gott er að sleppa erfiðum æfingum 48 tímum fyrir prófið. Endilega mætið í þægilegum fatnaði og viðeigandi skóm s.s. hlaupaskóm eða hjólaskóm ef prófið er tekið á hjóli.

 

Blóðmæling

Það er mikilvægt að borða ekki 12 tímum fyrir blóðmælinguna og passa að drekka ekki kaffi né nota tyggjó eða taka æfingu um morguninn.  

Blóðmælingar eru framkvæmdar hjá Greenfit.

Blóðmæling tekur um 10 mín og er best að mæta að morgni á fastandi maga.

 

Niðurstöður 

Eftir mælingarnar förum við yfir niðurstöðurnar með þér og spjöllum um væntingar og markmið. Reikna má með að sá tími taki um 15-30 mínútur. 

Við veitum ráðgjöf um breytingar á lífsstíl í samræmi við þínar óskir.

 

Afbókanir

ATH. Í þeim tilfellum að viðskiptavinir þurfa að afbóka sig, biðjum við ykkur vinsamlegast um að gera það eigi síðar en 48 klst. áður en mætt er. Berist afbókun innan 48 klst. áður en próf hefst eða viðskiptavinur mætir ekki, áskiljum við okkur rétt til að rukka 50% gjaldsins.