Rauðljósameðferð
Betri heilsa. Hraðari endurheimt.


Verð frá 4.990kr
 12 mínútur 


Betri heilsa. Hraðari endurheimt.

Meðferð í rauðum ljósum er talin geta flýtt fyrir gróanda í vefjum líkamans ásamt því að geta dregið úr hrukkumyndun og öldrun húðarinnar. Rauðu ljósin eru einnig talin geta dregið úr örum og ýmsum húðvandamálum. Sýnt hefur verið fram á ýmis önnur jákvæð áhrif rauðljósameðferðar svo sem aukið blóðflæði í vefjum.


Stakur tími 5.900kr

5 skipta kort 24.900kr

10 skipta kort 43.900kr


Bóka tíma​​

Kaupa 5 tíma kort

Kaupa 10 tíma kort

​Hvað er rauðljósameðferð?

Í rauðljósameðferð eru ljós af ákveðinni bylgjulengd (633 - 660 nm (rautt) og 850 - 940 nm (NIR)) notuð til að örva virkni fruma. Tæknin byggir á þeirri staðreynd að ljós af þessari tíðni nær í gegnum húð og kemst inn í frumur og veldur þar viðbrögðum sem geta haft margvísleg jákvæð áhrif. Það má í raun lýsa rauðljósameðferð sem orkuaukandi meðferð fyrir frumur líkamans.

Mögulegur ávinningur rauðljósameðferðar er margþættur og víðtækur. Meðferðin styður við virkni og orkubúskap fruma og getur flýtt fyrir bata. Hún hentar bæði íþróttafólki og þeim sem vilja miða á betri almenna heilsu. 

Hvernig virkar rauðljósameðferð?

Þegar frumur taka upp orku rauða ljóssins þá eykst orkuframleiðsla í formi ATP, aukning verður á kollagen framleiðslu, oxunarálag minnkar og hraðari endurheimt næst í vöðvum. Fjölmargar rannsóknir liggja að baki þessum fullyrðingum sem hægt er að lesa um á veraldarvefnum, t.a.m. hér https://doi.org/10.1111/php.12397 og https://doi.org/10.1080/14764170500370059

Hverju ætti ég að klæðast í rauðljósameðferð?

Mælt er með sundfatnaði eða nærfatnaði í rauðljósameðferðinni. Gott er að fjarlægja skartgripi og hafa sem minnst af farða. 


Þarf ég að fara í sturtu fyrir og eftir rauðljósameðferð?

Bekkurinn sjálfur hitnar smám saman á meðan á meðferðinni stendur en blóðflæði eykst og því hitnar mörgum í meðferðinni og geta jafnvel svitnað þegar líður á.  Mörgum finnst því gott að skella sér í sturtu eftir rauðljósameðferð. 



Af hverju ætti ég að fara í rauðljósameðferð?

Ávinningur rauðra ljósa felst í að skapa ákjósanlegar aðstæður fyrir efnaskipti, hámarka afkastagetu og bæta forsendur til að hámarka eðlilega starfsemi líkamans og húðar https://doi.org/10.1089%2Fpho.2013.3616

Ávinningur rauðljósameðferðar gæti meðal annars hjálpað við:

  • Að auka blóðflæði
  • Hafa jákvæð áhrif á húð
  • Að stuðla að bólgulækkun í vöðvum og liðum
  • Að hafa jákvæð áhrif á hárvöxt
  • Aukningu í endurheimt eftir æfingar

Ávinningurinn getur því tengst ýmsu, allt frá því að hámarka afköst og endurheimt fyrir íþróttafólk yfir í að stuðla að almennu heilbrigði og vellíðan.

Hversu oft get ég farið í rauðljósameðferð?

Það fer eftir því hvaða ávinningi þú sækist eftir, en þér er velkomið að leita til okkar með vangaveltur og við gerum okkar besta til að leiðbeina þér. Margir koma 3x í viku til að byrja með á meðan verið er að sjá þann árangur sem leitað er að en viðhalda svo stöðunni með því að koma í framhaldi 1-2x í viku.