HEILSA ER EKKI HEPPNI

LANGAR ÞIG AÐ NÁ ÁRANGRI?

Gerðu þá eitthvað í því!

Greenfit nýtir nýjustu tæknilausnir í samstarfi við erlenda og innlenda sérfræðinga til að hjálpa þér að ná hámarksárangri. Niðurstöður mælinga þinna og sérþekking okkar skapa saman bestu mögulegu heilsu og árangur.

Hjá Greenfit færð þú mælingar sem gefa þér upplýsingar um hvernig heilsa þín og form stendur. Við skoðum niðurstöðu blóðprufu, hreyfimats og þrekprófs og þjálfarateymið okkar útbýr næringar- og þjálfunaráætlun sem er sérsniðin að þér og þínum markmiðum. 

Þarftu að taka D vítamín? Teygja á lærvöðvum? Styrkja kviðinn? Hver er hlaupahraðinn sem skilar þér mestum þjálfunarárangri? Þú færð svör við öllum þessum spurningum og fleirum hjá Greenfit. 

MÆLINGAR

NIÐURSTÖÐUR

 ÁRANGUR

 

BÓKA TÍMA

FYRIR HVERJA ER GREENFIT?

Greenfit er fyrir alla!

Hvort sem þú ert að stíga upp úr sófanum, vilt léttast, bæta formið eða ætlar að vinna Ólympíugull þá getum við hjálpað þér að ná þínum besta árangri.

Viltu lifa lengur, sofa betur og vera hraustari?
Langar þig æfa verkjalaus og án meiðsla?
Við veitum persónulega þjónustu og vinnum saman að lausnum sem henta þér.

 

PAKKAR & VERÐ

IMG-4996.jpg

Nýtt! ENDURKOMUÁSTANDSSKOÐUN 

39.900 kr

ÁSTANDSSKOÐUN

EFNASKIPTI + ÁLAGSPRÓF + BLÓÐMÆLING

Allur pakkinn! Fáðu alsherjar mat á heilsunni og settu þér markmið um bestu heilsu og árangur. 

59.900 kr

ÖNNUR ÞJÓNUSTA

Fjarþjálfun 5.900 kr/mán
Greenfit Clean hreint mataræði 5.900 kr/mán

Mat á hreyfifærni 14.900 kr

Einkatími GMB þjálfun 10.900 kr

GMB þjálfun 2x í viku 29.900kr / mán

Mjólkursýrupróf 18.900 kr

Beinþéttnismæling 17.900 kr

Hjartasneiðmynd 55.000 kr

Mæling á blóðsykri 500 kr

Mæling á ketónum 900 kr

AF HVERJU GREENFIT?

Til þess að komast lengra verður þú að vita hvar þú ert stödd/staddur í dag.

Í samstarfi við erlenda og innlenda fagaðila byggjum við á þekkingu og rannsóknum og nýtum mælingar til að hámarka árangur þinn.


Horfum á heildarmyndina og gerum í sameiningu áætlun um næringu, hreyfingu, hvíld og endurheimt sem hentar hverjum og einum.  

Við höfum séð of marga dugnaðarforka mæta í ræktina dag eftir dag, mánuð eftir mánuð, án þess að ná tilskyldum árangri. Með því að greina stöðuna og kortleggja markmiðin náum við hámarks árangri.

 
 

UM OKKUR

Hjá Greenfit starfar hópur fólks sem hefur gríðarlegan áhuga og þekkingu á heilsutengdum málefnum og persónulega reynslu af því að setja sér markmið, finna bestu leiðina að þeim og ná mælanlegum árangri. ​

lukka.jpg
Lukka Pálsdóttir
lukka@greenfit.is

Sjúkraþjálfari, einkaþjálfari og jógakennari.

​​

Stofnandi heilsu-veitingastaðarins Happ og frumkvöðull í notkun næringar til heilsueflingar.  

mar.jpg
Már Þórarinsson
mar@greenfit.is

GMB hreyfiflæði-þjálfari og alhliða íþróttamaður.

Hefur stundað keppnisíþróttir frá barnsaldri þar á meðal handbolta, fótbolta, lyftingar, hlaup, hjólreiðar og þríþraut.

Hefur gríðarlegan áhuga á næringu, þjálfun og heilsu. Hans sérsvið er að greina hreyfigetu og hjálpa fólki að ná árangri, losna við verki og forðast meiðsl.

siggi.jpg
Sigurður Örn Ragnarsson
siggi@greenfit.is

Vélaverkfræðingur sem starfar við þjálfun og ráðgjöf í tengslum við úthaldsíþróttir. 

Einn fremsti þríþrautarmaður landsins og keppir sem atvinnumaður í hálfum járnkarli.

Hefur áhuga á öllu sem tengist íþróttum og heilbrigðum lifnaðarháttum.

elin.jpg
Elín Edda Sigurðardóttir
elinedda@greenfit.is

Læknir á Landspítalanum og með fremstu langhlaupurum Íslands. Stefnir á Ólympíuleikana í maraþoni í Tokyo 2020.

Hefur óþrjótandi áhuga á heilsu og mataræði, og tengslum þess við árangur í íþróttum.