Hinir fjölmörgu ávinningar af kuldameðferð

Kuldameðferðir hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár enda engin furða þar sem fjöldi rannsókna hefur bent til hinna ýmsu heilsufarslegu ávinninga af slíkum meðferðum. Í gegnum tíðina hafa íþróttmenn og afreksfólk sem dæmi nýtt sér kuldameðferðir til þess að hraða endurheimt eftir æfingar. Með tilkomu kaldra potta og sjóbaða hefur þessi árangursríka aðferð hins vegar fengið byr undir báða vængi meðal almennings og margir ástundað köld böð.


Hver er ávinningurinn?

Eins og áður segir er heilsufarslegur ávinningur af kuldameðferð margþættur en þar má einna helst nefna:

·         Getur dregið úr bólgum

·         Getur aukið blóðflæði

·         Getur eflt ónæmiskerfið

·         Getur hraðað endurheimt

·         Getur dregið úr streitu

Kuldameðferðin getur sömulieðis aukið losun endorfíns í líkamanum og þar með gefið okkur aukna vellíðan og orku. Áhrifanna gætir yfirleitt í 6-8 klst eftir meðferð. Margir finna einnig fyrir bættum svefngæðum eftir kuldameðferð.

 

Kuldameðferð hjá Greenfit

Hér hjá okkur í Greenfit má finna sérútbúinn kuldaklefa (e. cryotherapy. Klefinn er kældur niður í -140 gráður og hver tími tekur um 2-4 mínútur, allt eftir þörfum og heilsu viðkomandi hverju sinni. Einungis höfuðið stendur upp úr klefanum þannig að kuldinn nær að umlykja allan líkamann, sem tryggir hámarks árangur af meðferðinni.


Hver ætti ekki að fara í kuldameðferð?

Ófrískar konur, fólk með ómeðhöndlaðan háþrýsting, gangráð eða í krabbameinsmeðferð ætti ekki að fara í kuldameðferð. Aðrar frábendingar fyrir kuldameðferð eru nýlegir blóðtappar, brjóstverkur, grunur um hjartavandamál, hiti, almenn veikindi og opin sár. Að auki ætti ekki að nota kuldameðferð undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa. 

Nánari upplýsingar um meðferðina má finna með því að smella hér.


Blóðsykur og næring - hið eilífa samspil