Blóðsykur og næring - hið eilífa samspil

Blóðsykur, einnig þekktur sem glúkósi, er annar af aðal orkugjöfum frumna í líkamanum. Að viðhalda blóðsykri í góðu jafnvægi er nauðsynlegt fyrir heilsuna okkar, þar sem bæði of hár blóðsykur og of lágur blóðsykur getur leitt til ýmissa heilsufarsvandamála. Einn mikilvægasti þátturinn sem hefur áhrif á blóðsykurinn okkar er næring. 

Hér að neðan förum við stuttlega yfir það hvernig ólík fæða hefur áhrif á blóðsykurinn hjá okkur.


Einföld kolvetni – nei takk!

Einföld kolvetni er oft að finna í unninni fæðu, sælgæti, gosdrykkjum og eftirréttum, svo dæmi séu tekin. Þessar sykrur fara hratt í gegnum meltinguna og frásogast inn í kerfið. Afleiðingin er oftast sú að blóðsykurinn hækkar hratt og fellur svo aftur hratt niður, oftast þekkt sem blóðsykursfall. Þetta „jójó“ ástand getur haft mikil áhrif á orku og líðan, við getum til dæmis upplifað þreytu, verki og orkuleysi, sem og auðvitað slæm langtímaáhrif á heilsuna okkar almennt.


Flókin kolvetni – já takk!

Flókin kolvetni taka lengri tíma að brotna niður, sem leiðir til hægari losunar glúkósa í blóðrásina. Flókin kolvetni valda því ekki jafn slæmum sveiflum líkt og einföld kolvetni. Blóðsykurinn verður jafnari og því minni líkur á sveiflum í orku og líðan. Matvæli eins og heilkorn, baunir og grænmeti eru rík af flóknum kolvetnum.


Trefjar – já takk!

Trefjar úr fæðunni geta sannarlega hægt á upptöku sykurs og leitt til stöðugri blóðsykurs. Matvæli eins og hafrar, linsur, baunir, ávextir og grænmeti eru frábærar trefjauppsprettur. Trefjar geta einnig haft jákvæð áhrif á þarmaflóru líkamans.


Prótein og fita – já takk!

Þó að kolvetni hafi bein áhrif á blóðsykur, spila prótein og fita sín hlutverk í áhrifum á blóðsykur. Að velja prótein eða fitu með kolvetnaríkum máltíðum getur hægt á losun glúkósa, sem tryggir jafnari orku og hefur góð áhrif á blóðsykurstjórnun líkamans. Öll erum við misjöfn og fyrir þá einstaklinga sem þurfa að beina heilsunni aftur á góða braut eftir of hátt kolvetnahlutfall getur verið algjört lykilatriði að leggja áherslu á næringarríkar afurðir ríkar af prótínum og hollri fitu. 


Hvað annað hefur áhrif?

Að borða stórar máltíðir eða neyta mikils magns af einföldum kolvetnum á stuttum tíma getur leitt til skarprar hækkunar og síðan blóðsykursfalls. Með því að stjórna skammtastærðum og huga að samsetningu máltíða, getur maður viðhaldið stöðugri blóðsykri og þar með jafnari orku yfir daginn. Hreyfing hefur einnig mikil áhrif og gott ráð eftir kolvetnaríka máltíð er stuttur göngutúr eða önnur hreyfing þar sem við breytum efnaorku glúkósa og þríglýseríða úr máltíðinni strax yfir í hreyfiorku frekar en að safna orkunni inn í sérhæfðan fituvef til að geyma orkuna til mögru áranna. 


Geta vítamín og bætiefni hjálpað?

Svo sannarlega. Ákveðin vítamín og steinefni, svo sem króm og magnesíum, spila hlutverk í stjórnun blóðsykurs. Að tryggja fullnægjandi inntöku þessara næringarefna getur hjálpað við að ná heilbrigðu blóðsykursstigi. 


Á heildina litið

Næring leikur lykilhlutverk þegar kemur að blóðsykri. Með því að skilja áhrif mismunandi fæðutegunda og næringarefna á blóðsykurinn, getur þú tekið upplýstar ákvarðanir í fæðuvali sem stuðlar að heilsu og fyrirbyggir ýmsa lífsstílstengda sjúkdóma. Að neyta fæðu sem er rík af próteini, fitu, trefjum og flóknum kolvetnum, er lykillinn að því að viðhalda blóðsykri í góðu jafnvægi.


Greenfit Clean og næringarþjálfun

Hér hjá okkur í Greenfit bjóðum við upp á ýmis námskeið fyrir þá sem vilja taka heilsuna í gegn og ná tökum á blóðsykrinum. 

Má þar nefna Greenfit Clean þar sem við tvinnum saman mataræði og bætiefni til að ná sem bestum árangri á 3 vikum. Þetta er svolítið eins og að gera góða hreingerningu og svo skiptir auðvitað máli hvað við gerum í framhaldi af þessu, hvernig við ætlum að viðhalda árangrinum. Grunnhugsunin er sú að við borðum óunna fæðu svo sem grænmeti, kjöt og fisk ásamt því að taka inn góð bætiefni. Í þessari hreinsun sleppum við allri sætu, kornvörum, kúamjólkurvörum og koffíni og lærum að meta áhrif þessara breytinga á eigin skinni.

Ef þú vilt persónulegri nálgun þá mælum við með næringarþjálfun Greenfit. Næringarþjálfunin virkar þannig að þú segir okkur frá markmiðum þínum og áherslum í mataræði og við sérsníðum matseðil og hjálpum þér að ná árangri. Ef þú átt niðurstöður úr blóð- og/eða efnaskiptamælingu þá tökum við mið af niðurstöðum mælinganna við gerð matseðilsins. 

Þú færð einnig fróðleik, hugmyndir og leiðbeiningu skref fyrir skref sem hjálpa þér af stað og leiðbeina með hvernig þú getur svo haldið áfram á eigin vegum þegar ráðgjöfinni lýkur.


„Ég held að mjög oft sé fíkn í matarvenjum leið til að deyfa sársauka“