Takk

Takk fyrir að panta tíma hjá Greenfit.

 

Við erum til húsa á Snorrabraut 54 - gömlu mjólkurstöðinni - gengið inn bakatil.


Grunnefnaskiptamæling og álagspróf

Fyrsti tíminn er efnaskiptapróf og álagspróf sem tekur samtals um 40-45 min.

 

Best er að taka prófið ekki á fullan maga þ.e.a.s. ekki borða um það bil 2 tímum fyrir prófið. Það er í góðu lagi að drekka vatn fyrir prófið en best að sleppa koffíndrykkjum og öðrum orkudrykkjum síðustu 2 tímana fyrir prófið.


Gott er að sleppa erfiðum æfingum 48 tímum fyrir prófið. Endilega mætið í þægilegum fatnaði og viðeigandi skóm s.s. hlaupaskóm eða hjólaskóm ef prófið er tekið á hjóli.

 

Blóðmæling

Eftir tímann sendum við beiðni fyrir þig í blóðmælingu og finnum tíma í niðurstöðuviðtal. Blóðmæling tekur um 15 min og fer fram hjá Sameind. Mæting er í Domus Medica eða Glæsibæ að morgni á fastandi maga. Þau opna kl. 8:00. Það er mikilvægt að borða ekki 12 tímum fyrir blóðmælinguna og passa að drekka ekki kaffi né nota tyggjó eða taka æfingu um morguninn. 


Niðurstöður 

Eftir allar mælingarnar förum við yfir niðurstöðurnar með þér og spjöllum um væntingar og markmið. Sá tími tekur samtals 30 mínútur.

Við veitum ráðgjöf um breytingar á lífsstíl í samræmi við þínar óskir.

Þegar þú kemur í þennan tíma hefur þú þegar fengið 2 niðurstöðuskýrslur frá okkur. Tíminn nýtist best ef þú ert búinn að kíkja á skýrslurnar og undirbúa þig fyrir fundinn.


ATH. Í þeim tilfellum að viðskiptavinir þurfa að afbóka sig, biðjum við ykkur vinsamlegast um að gera það eigi síðar en 24 klst. áður en mætt er. Berist afbókun innan 24 klst. áður en próf hefst eða viðskiptavinur mætir ekki, áskiljum við okkur rétt til að rukka 50% gjaldsins.