Mæling á líkamssamsetningu – lykill að markvissri heilsurækt

 

BIA – Bioelectrical Impedance Analysis, er viðurkennd og örugg aðferð til að mæla hlutfall vöðva og fitu í líkamanum.

Við erum meira en bara hæð og þyngd! Mæling á líkamssamsetningu segir þér raunverulega úr hverju þú ert!

Við mælum vöðvamassa, fituhlutfall, vökvastöðu, kviðfitu og fleira og skoðum með þér hvar tækifærin liggja. Þetta eru lykilþættir sem hjálpa þér að taka upplýstar ákvarðanir um heilsu og lífsstíl. Hvort sem þú ert að hefja ferðalagið þitt eða fínstilla árangurinn – góð mæling er fyrsta skrefið að betri heilsu.

Það besta? Þú getur fylgst með breytingum yfir tíma og séð hvernig líkaminn þróast með þér. Vöðvavefur er nefnilega ekki bara kraftur í dag – hann er lífeyrissjóður líkamans og lykill að orku, virkni og langlífi til framtíðar.

Verð: 9.900 kr
15 mínútur