top of page

Greenfit starfsfólk

VIð elskum að hjálpa þér að ná árangri og hámarka heilsu þína og lífsgæði

Hjá Greenfit starfar hópur fólks sem hefur gríðarlegan áhuga og þekkingu á heilsutengdum málefnum og persónulega reynslu af því að setja sér markmið, finna bestu leiðina að þeim og ná mælanlegum árangri. ​Starfsfólk Greenfit hefur víðtæka menntun á sviði heilbrigðismála, þjálfunar og ráðgjafar s.s. menntun í sjúkraþjálfun, hjúkrunarfræði, læknisfræði, einkaþjálfun, íþróttafræði, verkfræði og næringarráðgjöf. 

Flexibility

Um okkur

Grunnmenntun er eitt, reynsla, áhugi og símenntun er annað.

Hjá Greenfit vinnur teymi sem elskar allt sem viðkemur heilbrigði, markmiðum, seiglu, árangri, vellíðan og lífsgæðum. Í brjóstum okkar allra logar eldur sem við finnum okkur knúin til að elta og því eyðum við löngum stundum í að lesa nýjustu rannsóknir og hlusta á fróðleik frá helstu sérfræðingum heims varðandi lífsstíl sem stuðlar að bættir heilsu og langlífi. Við viljum einlæglega hjálpa öllum sem eru tilbúnir til að taka ábyrgð á eigin heilsu og vellíðan að ná sínum allra besta árangri. Okkar markmið er að bæta heilsulæsi, vinna í forvörnum og fræðslu og hjálpa Íslendingum að verða heilbrigðasta þjóð í heimi.

VIlt þú vera hress hundrað ára?  

Við getum hjálpað! 

Greenfit liðið

Lara_002_BW_edited.jpg
bottom of page