top of page

Starfsfólk
 

Við elskum að hjálpa þér að ná árangri og hámarka heilsu þína og lífsgæði!

Hjá Greenfit starfar hópur fólks sem hefur gríðarlegan áhuga og þekkingu á heilsutengdum málefnum og persónulega reynslu af því að setja sér markmið, finna bestu leiðina að þeim og ná mælanlegum árangri. ​

 

Starfsfólk Greenfit hefur víðtæka menntun á sviði heilbrigðismála, þjálfunar og ráðgjafar s.s. menntun í sjúkraþjálfun, hjúkrunarfræði, læknisfræði, einkaþjálfun, íþróttafræði, verkfræði og næringarráðgjöf. 

lukka.jpg

Lukka Pálsdóttir
lukka@greenfit.is

BSc. í sjúkraþjálfun
MBA

​Lukka hefur áratuga reynslu af að hjálpa fólki að bæta heilsu með mataræði og hreyfingu. Hún hefur starfað í 30 ár við þjálfun og ráðgjöf og hefur skrifað 3 bækur um tengsl næringar og heilbrigðis. Lukka elskar hreyfingu af öllu tagi, helst úti í náttúrunni með góðu fólki. Hún er bæði hrifnæm og hvatvís og stundum þarf að stoppa hana af þegar hana langar að taka viðskiptavini með sér heim til að elda hollan mat handa þeim og tryggja góðan árangur. 

mar_edited.jpg

Már Þórarinsson
mar@greenfit.is

B.s. flugvirkjun

MBA

​Már hefur stundað íþróttir alla ævi og er handbolta- og fótboltakappi í grunninn en nú eiga GMB þjálfun og þríþraut hug hans ásamt ýmsu vetrarsporti. Hann stundar svigskíði, gönguskíði og fjallaskíði og er stöðugt að bæta árangur sinn í þríþraut. Hann er með réttindi sem GMB hreyfiflæði þjálfari og hefur sem slíkur getið sér gott orð og hjálpað fjölda af fólki að bæta líkamsbeitingu, draga úr meiðslahættu og bæta bakheilsu. Már er hugmyndasmiður og húmoristi sem kemur fleiru í verk en flestir. Hann rekur lítinn sætan afaleikskóla meðfram störfum hjá Greenfit.

siggi_edited.jpg

Sigurður Örn Ragnarsson
siggi@greenfit.is

MSc. vélaverkfræði

Siggi er verkfræðingur í grunninn og sýnir það í verki að hann kann að hámarka árangur í hverju sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann lítur á líkamann sem kerfi sem er hægt að hámarka og nýtir sér þekkingu sína og mælingar Greenfit til að stinga alla aðra af í sundi, hjólreiðum og hlaupum. Hann tók gull í Ironman á Spáni 2022 og er fyrsti Íslendingur til að ná þeim árangri. Siggi sefur í 90 mínútna lotum, æfir samkvæmt plani og uppsker samkvæmt því. 

Við vitum hvenær Siggi er mættur í vinnuna þegar við sjáum pistasíuhnetur á skrifstofunni. 

Lara_002_BW_edited.jpg

Lára Hafliðadóttir
lara@greenfit.is

BSc. í viðskiptafræði

Msc. í markaðsfræði & alþjóðaviðskiptum

Msc. í íþróttavísindum & þjálfun


​Lára safnar ekki bara háskólagráðum heldur líka þjálfaranámskeiðum og er meðal annars með KSÍ-B þjálfararéttindi. Hún hefur sérhæft sig í líkamlegri þjálfun og mælingum knattspyrnufólks og kennar það á þjálfaranámskeiðum KSÍ. Hún er einnig einkaþjálfari, hjólaþjálfari, hlaupaþjálfari og knattspyrnuþjálfari. Lára var komin með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum þegar hún ákvað að vinda kvæði sínu í kross og fylgja hjartanu alfarið yfir í íþróttir og þjálfun og við hjá Greenfit erum gríðarlega ánægð með þá ákvörðun Láru. 

811A9211-2 (1)_edited.jpg

Ásdís Ragna Einarsdóttir
asdis@greenfit.is

Ásdís útskrifaðist með BSc í grasalækningum frá University of East London árið 2005 og hefur rekið eigin viðtalsstofu um árabil þar sem þúsundir einstaklinga hafa leitað til hennar í ráðgjöf í gegnum árin. Hún hefur mikla ástríðu fyrir því að miðla heilsuboðskapnum til sem flestra og hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeið um land allt bæði fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki. Ásdís er meðlimur í fagfélagi grasalækna, National Institute of Medical Herbalists, Institute of Functional Medicine og Félagi lýðheilsufræðinga. Ásdís leggur áherslu á að efla og hvetja einstaklinginn til jákvæðra lífsstílsbreytinga með því að stuðla að heilbrigðari lífsvenjum. Áhugasvið hennar liggur einna helst í heilsueflingu og heildrænni nálgun á heilsu en Ásdís er um þessar mundir að ljúka meistaranámi í lýðheilsuvísindum MPH við Háskóla Íslands. Ásdís hefur reglulega sótt endurmenntun erlendis á sviði heildrænnar læknisfræði m.a. hjá Institute for Functional Medicine og í gegnum Nordic Laboratories, með áherslu á einstaklingsmiðuð og lífsstílstengd meðferðarúrræði gegn langvinnum sjúkdómum. Áhugamál Ásdísar eru hvers kyns útivera og hreyfing s.s. útihlaup, fjallgöngur, gönguskíði, golf og veiði. 

Image by Julian Wirth

Signý Sveinsdóttir
signy@greenfit.is

...

Image by Julian Wirth

Davíð Fannar Ragnarsson
 

​B.S í tölvunarfræði

 

Davíð er tölvunarfræðingur og hans hlutverk hjá Greenfit er að hanna veflausn og app sem er sérsniðið til að efla heilsulæsi og halda utan um allar heilsutengdar upplýsingar fólks.  

Davíð er því vonarstjarnan okkar og við höfum tröllatrú á því að tæknilausn sem þessi geti stóreflt heilsu landsmanna og verði hluti af nýju afar heilbrigðu heilbrigðiskerfi.  

Image by Julian Wirth

Kjartan Hrafn Loftsson
kjartan@greenfit.is

...

Image by Julian Wirth

Tekla Hrund Karlsdóttir
tekla@greenfit.is

...

bottom of page