MEÐFERÐIR
BETRI HEILSA - HRAÐARI ENDURHEIMT

Kuldameðferð getur haft margvísleg góð áhrif á heilsu og líðan. Rannsóknir hafa sýnt fram á gagnsemi kuldameðferðar fyrir bætta andlega heilsu, minni verki, bólguhömlun og ýmislegt fleira.
Eitt erum við alveg viss um... okkur líður aldrei betur og höfum meiri orku en eftir hressandi kuldameðferð.
Verð 7.500 kr

Þessi meðferð fer fram í klefa sem stilltur er á yfirþrýsting. Meðferðin er þægileg að öllu öðru leyti en því að fólk getur fundið fyrir hellu fyrir eyrun rétt á meðan er verið að hækka og lækka þrýstinginn í klefanum. Rannsóknir hafa sýnt fram á fjölþættan ávinning súrefnismeðferðarinnar allt frá fljótari endurheimt eftir meiðsli til góðs ávinnings vegna meðferðar við langvinnum eftirköstum af Covid 19.
Verð 8.500 kr



RAUÐLJÓSAMEÐFERÐ - kemur í ágúst
Meðferð í rauðum ljósum getur flýtt fyrir gróanda í vefjum líkamans af völdum sára og meiðsla. Meðferðin hefur góð áhrif á húð og getur dregið úr hrukkumyndun og öldrun húðarinnar. Rauðu ljósin geta einnig dregið úr örum og ýmsum húðvandamálum. Sýnt hefur verið fram á ýmis önnur jákvæð áhrif rauðljósameðferðar svo sem aukið blóðflæði og bætt ónæmiskerfi.
Verð 3.700 kr