
Næringarþjálfun
Verð: 16.900 kr./mán.
12 vikur sérsniðið fyrir þig
Það sem við borðum getur haft gríðarleg áhrif á heilsu okkar. Greenfit býður upp á 12 vikna næringarprógram sérsniðið fyrir þig.
Í sameiningu vinnum við að því að hámarka heilsu þína og vellíðan, með breyttu mataræði og lífsstíl.

Hvernig virkar næringarþjálfun?
Þú segir okkur frá markmiðum þínum og áherslum í mataræði og við sérsníðum matseðil og hjálpum þér að ná árangri. Ef þú átt niðurstöður úr blóð- og/eða efnaskiptamælingu þá tökum við mið af niðurstöðum mælinganna við gerð matseðilsins.
Þú færð einnig fróðleik, hugmyndir og leiðbeiningu skref fyrir skref sem hjálpa þér af stað og leiðbeina með hvernig þú getur svo haldið áfram á eigin vegum þegar ráðgjöfinni lýkur.
Eru 12 vikur nóg til að ná árangri?
Það er engin skyndilausn að bættri heilsu, svo við tölum frekar um breyttan lífsstíl og breyttar matarvenjur, en ekki megrun eða kúr. Við veitum þér góð verkfæri til þess að gera breytingar til langtíma sem mun bæta heilsu þína ekki bara í 12 vikur heldur áframhaldandi.
Hvað er innifalið?
Þú byrjar á því að halda matardagbók sem við förum svo yfir saman og skoðum hvað það er sem gæti þurft að breyta eða lagfæra.
Svo gerum við viku matseðil fyrir þig með öllum uppskriftum og áætlun sem er sérsniðin að markmiðum þínum.
Þú hittir næringarþjálfara 1x í mánuði sem metur stöðuna með þér, svarar spurningum, fræðir og kemur með tillögur að breytingum ef með þarf.
Að baki næringarþjálfunar Greenfit standa einstaklingar með fjölþætta menntun s.s. sjúkraþjálfun, hjúkrun, grasalækningar og læknisfræði.



