top of page

Heilsuráðgjöf

Verð: 16.900 kr.

Hámarkaðu heilsu og vellíðan 

Þær ákvarðanir sem við tökum á hverjum degi geta haft gríðarleg áhrif á heilsu okkar og vellíðan.

 

Greenfit býður upp á heilsuráðgjöf ásamt næringar- og bætiefnaplani sem er sérsniðið fyrir þig og þín markmið.

 

Í sameiningu vinnum við að því að hámarka heilsu þína og vellíðan, með breyttu mataræði og lífsstíl.

 

- Ásdís Ragna Einarsdóttir, grasalæknir og lýðheilsufræðingur

_L4A9573.jpg

Hvernig virkar heilsuráðgjöf?

Þú segir okkur frá markmiðum þínum og áherslum og við sérsníðum áætlun fyrir þig með ​tillögum að heilsusamlegri næringu, matseðli og styrkjandi bætiefnum. Þannig hjálpum við þér að ná árangri.

 

Ef þú átt niðurstöður úr heilsumælingum svo sem blóð- og/eða efnaskiptamælingu þá tökum við mið af niðurstöðum mælinganna við gerð áætlunarinnar

Þú færð fróðleik, hugmyndir og leiðbeiningu skref fyrir skref sem hjálpar þér af stað og leiðbeinir þér með hvernig þú getur svo haldið áfram á eigin vegum þegar ráðgjöfinni lýkur.

 

Egg and Spinach Salad
bottom of page