top of page

Hreyfiflæði

Verð: 19.900 kr./mán.

Viltu æfa verkjalaus og bæta styrk, úthald, jafnvægi og liðleika allt í sennt?

Greenfit hreyfiflæði er áhrifarík og skemmtileg þjálfun sem byggir á jafnvægi milli styrks og liðleika. Unnið er að mestu með eigin líkamsþyngd við þessar æfingar.

AdobeStock_552287578.jpeg

Hreyfiflæði byrjar 9.janúar í nýrri aðstöðu Greenfit að Dalvegi 16b.

Hægt er að velja um tíma kl.12:00 eða 16:30.

 

Már Þórarinsson byggir þessa tíma á hugmyndafræði GMB hreyfiflæði en hann er lærður GMB þjálfari. Hann blandar góðum úthaldsæfingum og sinni einstöku glettni við æfingarnar svo úr verður stórskemmtileg nálgun.

 

Æfingarnar skila dúndurgóðum árangri því þær miða að því að hver og einn byggi upp styrk, úthald, liðleika og hreyfistjórn og geti þannig stundað aðrar íþróttir og hreyfingu án meiðsla og verkja. 

 

Þessir tímar henta öllum, byrjendum jafnt sem lengra komnum því hver og einn vinnur á sínu getustigi.  

bottom of page