Hraustasta starfsfólkið

Er heilbrigði besta fjárfesting í heimi?

Greenfit sérhæfir sig í hvetjandi og heilsueflandi starfsemi. Við bjóðum fyrirtækjum þjónustu á sviði heilsueflingar starfsmanna og byggjum á mælingum, fræðslu og hvatningu.

 

Við kennum fólki að læra að þekkja sínar lykiltölur þegar kemur að heilsu og ræðum leiðir til að hafa áhrif á heilbrigði, vellíðan og lífsgæði.  Hægt er að velja um fyrirlestra og mælingar en best þykir okkur að vinna þétt með fyrirtækjum yfir nokkra mánuði og tryggja þannig góðan árangur þátttakenda.

 

Heilsa er ekki heppni!

Mælingar

Blóðmælingar

Blóðmæling; blóðhagur, blóðsykur (fastandi glúkósi, hba1c, insulin), blóðfitur (heildar kólesteról, hdl, ldl, þríglýseríð), bólgur (hs-crp), lifrarensím (ast, alt, ggt), D vitamin, B12, fólöt, magnesium, járn. 
Innifalið í öllum blóðmælingum er ítarleg heilsuskýrsla.

Verð 29.900kr á mann

Grunnefnaskipti

Grunnefnaskipti & blóðþrýstingur. Grunnefnaskiptahraði, hlutfall fitu og kolvetna í efnaskiptum.
Tilboð 13.900kr á mann (Fullt verð 16.900kr)

Álagspróf

Hámarks súrefnisupptaka, efnaskipti í stigvaxandi álagi, öndunartíðni, öndunardýpt, lungnarýmd, styrkur í fráöndun, virkni hjarta- og æðakerfis.


Hér metum við getu ýmissa líffærakerfa til að vinna undir álagi, leitum að takmarkandi þáttum og stillum af æfingaálag til að hámarka árangur.
Tilboð 16.900kr (Fullt verð 22.900kr)

Fyrirlestrar

Fyrirlestur um blóðmælingar

Hvetjandi fyrirlestur um heilsu, vellíðan, þjálfun og næringu auk kynningu á mælingum. Hvernig nýtum við upplýsingar úr blóðmælingu til að bæta heilsuna og búa til bestu mögulegu lífsgæði?
Verð á fyrirlestrum er 95.000kr

 

Fyrirlestur um grunnefnaskipti

Mikilvægi efnaskipta fyrir heilsu. Hver er orkuþörf þín og hvernig er efnaskiptahraðinn í samanburði við jafnaldra?  Hvað hefur áhrif á grunnefnaskiptahraða? 
Verð á fyrirlestrum er 95.000kr 

 

Fyrirlestur um álagspróf

Hvetjandi fyrirlestur um mikilvægi hreyfingar fyrir heilsu og vellíðan. Hvernig náum við hámarksárangri með minna álagi og meiri vellíðan. 
Verð á fyrirlestrum er 95.000kr
 

100 daga áskorun

  • Næring 

  • Hreyfing og þjálfun 

  • Svefn og öndun

 

Hér vinnum við með starfsfólki í gegnum lokaðan facebook hóp að ýmsum áskorunum sem allar tengjast heilsu. Virkjum fólk, fræðum og hvetjum. 

 

100 daga áskorun hefst í janúar
Að 100 daga áskorun lokinni eru mælingar endurteknar og árangur metinn

Markmiðsrúsína

Útskriftarferð að lokinni 100 daga áskorun - Dagsferð undir handleiðslu þjálfara Greenfit og gestaþjálfara s.s. Vilborgu Örnu Gissurardóttur.

  • Snæfellsjökull

  • Esjan

  • Gönguskíði, hjól, hlaup, fjallganga...

To play, press and hold the enter key. To stop, release the enter key.