top of page

Hlaupahópur

Verð: 14.900 kr./mán.

Vor 2023

Hlaupaáskorun innifelur:

  • Fjarþjálfun í gegnum TrainingPeaks þar sem við sendum allar æfingar í símann þinn.

  • Aðgengi að Facebook hóp þar sem við munum halda vel utan um hópinn með fróðleik, svara spurningum og fara yfir helstu þætti sem snúa að þjálfun og almennri heilsu (næring, öndun, svefn, endurheimt og æfingar).

  • Álagspróf sem tekið er í upphafi (andvirði 29.900 kr).

  • Persónuleg æfingaáætlun byggð á niðurstöðum álagsprófs.

  • Sameiginlegar æfingar vikulega.

Við stillum álagið í hlaupunum eftir niðurstöðum úr álagsprófinu, og tryggjum þannig að hver og einn sé að vinna á réttu álagi.

Hópnum er stýrt undir handleiðslu þjálfara Greenfit, þeim Sigurði Erni Ragnarssyni, Láru Hafliðadóttur, Má Þórarinssyni og Lukku Pálsdóttur.

Við stefnum á geggjaðan árangur í Reykjavíkur maraþoni í ágúst og stöðutékk í skemmtilegum vorhlaupum eins og Hvítasunnuhlaupi Hauka og/eða Puffin Run í Vestmannaeyjum!

Eins og í öllu er fjölbreytnin skemmtilegust og því skiptir engu máli hvort þú ert að koma úr sófanum eða hefur mikla reynslu af hlaupum!

Skilmálar: Þátttaka miðast við 7 mánaða áskrift en hægt er að segja áskriftinni upp eftir fyrstu 3 mánuðina með 1 mánaða fyrirvara.

Viltu komast í hlaupaform lífsins?

Hlaupaáskorun Greenfit er hópur í hlaupaþjálfun með það að markmiði að ná frábærum árangri í hlaupum og hafa gaman af!

IMG_5361.HEIC
bottom of page