top of page
AdobeStock_474991502_edited.jpg

HEILSULÆSI

Heilsulæsi er skilgreint sem hæfni einstaklinga til að afla sér upplýsinga, skilja þær og nýta til eflingar á eigin heilsu. Okkur í Greenfit er umhugað um að leggja okkar að mörkum til að efla heilsulæsi og auðvelda aðgengi að upplýsingum sem geta nýst fólki vel til að efla heilsu og auka lífsgæði.

AdobeStock_51576596.jpeg

Blóðsykur

 • Fastandi blóðsykur og fastandi insúlín ættu að vera á græna svæðinu þegar við vöknum á morgnana eftir nótt án fæðuinntöku. Ef gildin eru hækkuð getur það bent til lækkaðs insúlínnæmis. 

 • HbA1C (langtímasykur) er mælikvarði sem metur hversu hátt prósentuhlutfall af blóðrauða (hemoglobin) hefur áfasta sykursameind þ.e. hversu “sykruð” rauðu blóðkornin eru orðin. Þar sem rauðu blóðkornin endurnýjast hratt - líftími þeirra er um 3-4 mánuðir - þá er þetta gildi mat á blóðsykri síðustu 3-4 mánaða og tekur vikur til mánuði að hafa áhrif á þetta gildi til hækkunar eða lækkunar. Gott markmið er að halda þessu gildi um 5.5% eða neðar - í nálægð við 5.0%   Mörkin fyrir forstig sykursýki liggja í 5.7% - 6.5% og yfir 6.5% er greint sem áunnin sykursýki. Það er því mikilvægt að leyfa því ekki að skríða mikið upp með tímanum.  Hægt að halda því niðri með því að sneiða hjá sykri og einföldum kolvetnum og mikið unnum mat s.s. skyndibitafæði og tilbúnum vörum.  Ath þó að almennt heilbrigði og þjálfun lengir meðallíftíma rauðu blóðkornanna og getur því hækkað þessa tölu aðeins. 

AdobeStock_257688912_edited_edited.jpg

Lifur og gallblaðra

 • AST / ALT / GGT

 • Viljum helst vera á græna en væg hækkun er ekkert til að hafa áhyggjur af. 

 • Gott að vera meðvitaður um hvað hækkar gildin. Það sem getur valdið álagi á lifur er einkum notkun lyfja og áfengis, mikil neysla á einföldum / unnum kolvetnum, mikið unnu fæði s.s. kökur, kex, sælgæti, skyndibiti og orkudrykkir - einnig frúktósi sem getur verið mikið af í djúsum og smoothies jafnvel þó að hráefnið í þeim sé hollusta. 

AdobeStock_49061106.jpeg

Blóðfitur

 • Heildarkólesteról getur verið á græna eða yfir / undir og samt verið i lagi. 

 • Það er æskilegt að sjá hlutföll kólesteróls / þríglýseríða hagstæð - gott að hafa hdl (góða kólesterólið) hátt (má gjarnan vera grænt eða hægra megin á gula) og þríglyseríð lág (má gjarnan vera grænt eða vinstra megin á gula). Hlutföllin milli þessara tveggja eru reiknuð í neðstu línunni og eru hluti af því að meta áhættu á vanda í hjarta- og æðakerfi. Því lægri sem hlutfallatalan er því minni áhætta. 

AdobeStock_215802383.jpeg

Bólgur

 • Hs-crp er gildi sem getur gefið vísbendingu um langvinnar bólgur í líkamanum.

 • Það er hægt að stuðla að bólguminnkun með ýmsum þáttum í lífsstíl t.d. omega3, turmerik, sellerí, öðru bitru grænmeti, köldum böðum, streitustjórnun og gæðasvefni. Forðast ætti sykur, mikið unnin matvæli, skyndibita, gular jurtaolíur og ofgnótt omega6.

AdobeStock_255216982_edited.jpg

Járn

 • Járn / Ferritin  / TIBC - viljum vera sem næst græna. 

 • Lækkun á ferritin getur haft keðjuverkun í blóðleysi (lækkað hemoglobin / blóðrauði). - (sjá CBC/HEMATOLOGY)  

 • Hækkun á ferritin getur mögulega bent til ofhleðslu járns sem stundum liggur í fjölskyldum og getur þurft að grípa inn í með aftöppun á blóði. Það er þó hægt að hafa áhrif hér með lífsstíl líka og hreint hráefni í mat, næringarþéttni og ríkulegt magn andoxunarefna getur hjálpað þ.e. litríkt grænmeti og spírur. Annað sem hefur áhrif á upptöku járns er t.d. C vítamín sem eykur hana en koffín hindrar upptöku járns. Gott grænt te er því upplagt.

AdobeStock_303122827.jpeg

Vítamín

D vítamín

 • Íslensk viðmiðunarmörk í D vítamíni eru 50-150 nmol/L en alþjóðleg viðmiðunarmörk eru hærri og við notum þau hér. Við mælum með að vera með D nálægt 100-120 nmol/L. 

 • Best er að fá D vítamín í gegnum húð beint frá sólinni. Við fáum einnig D vítamín úr fæðunni s.s. úr feitum fiski, eggjarauðu, sveppum ofl. Það getur verið erfitt að fá nóg af D-vítamíni þegar maður býr á norðurhveli jarðar. Ef gildi þín eru lág þá mælum við með að þú takir D-vítamín 2000-4000IU daglega. Mikilvægt að d-vítamínið sem þú kaupir innihaldi D3-vítamín. Margir taka D vítamín yfir vetrartímann og hætta inntöku með hækkandi sól. 

 

B12 vítamín

 • B12 má finna í ýmsum dýraafurðum, en getur verið erfitt að fá nóg úr fæðunni einni og sér og ef gildi þín eru lág gætir þú haft gagn af B12 bætiefni. Ultra B-12 frá NOW inniheldur t.d. bæði B12 og fólötin.

AdobeStock_104773498.jpeg

Nýru

This is a Paragraph. Click on "Edit Text" or double click on the text box to start editing the content and make sure to add any relevant details or information that you want to share with your visitors.

AdobeStock_479891167.jpeg

Hormón

This is a Paragraph. Click on "Edit Text" or double click on the text box to start editing the content and make sure to add any relevant details or information that you want to share with your visitors.

AdobeStock_108106333.jpeg

Blóðhagur

Blóðhagur

 • Hér er verið að skoða almenna heilsu blóðsins sjálfs svo sem rauð blóðkorn, stærð þeirra, gerð og dreifingu ásamt hlutfalli blóðfruma vs blóðvökva og blóðflögur. Að lokum skoðum við stöðu hvítra blóðkorna en þau eru varnarfrumur líkamans og hækkun eða lækkun þar er eðlileg en getur verið vísbending um hvort einstaklingurinn var heilbrigður á þeim tíma sem mælingin fór fram eða hvort hvítu blóðkornin og þar með ónæmiskerfið voru búin að grípa til vopna sinna í baráttu við óboðin gest s.s. veiru, bakteríu, bólguástand eða annað slíkt.

bottom of page